Malasíski milljarðamæringurinn Tony Fernandes er farinn að leiðast að ná ekki árangri í formúlu-1, en lið hans hefur ekki unnið stig í keppni frá því það mætti til leiks árið 2010, þá undir nafninu Lotus.
Af þessum sökum segir Fernandes til sölu og er verðmiðinn 350 milljónir sterlingspund. Hann hefur við ýmislegt að dunda fyrir utan formúluna því hann á enska fótboltaliðið Queens Part Rangers sem komið er á ný upp í ensku úrvalsdeildina.
Ennfremur á Tony Fernandes flugfélagið Air Asia. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn gefið sig fram með áhuga á að kaupa formúluliðið, sem Frakkinn Cyril Abiteboul stýrir fyrir Fernandes.