Caterham var á bjargbrúninni

Svíinn Marcus Ericsson á Caterhambíl í rússneska kappakstrinum í Sotsjí.
Svíinn Marcus Ericsson á Caterhambíl í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. mbl.is/afp

Caterhamstjórinn Manfredi Ravetto segir að liðið hafi verið á bjargbrúninni og við það að falla úr keppni í formúlu-1 er nýir eigendur tóku við rekstrinum í júlí.

Hið eina sem vitað eru um hina nýjue eigendur er að um sé að ræða hóp svissneskra og arabískra fjárfesta. Tóku þeir við liðinu í sumar af Indónesíumanninum Tony Fernandes.

Caterham hefur afrekað það að vinna ekki eitt einasta stig í keppni í hálft fimmta ár en það hóf keppni í formúlunni 2010. Fyrrverandi MinardiökumaðurinnChristijan Albers tók við stjórnvelinum við eigendaskiptin en hann hætti starfi tveimur mánuðum seinna og tók þá fyrrnefndur Ravetto við.

Hermt er að óvissa ríki áfram um örlög Caterhamliðsins en það hefði hætt keppni fyrir breska kappaksturinn í Silverstone hefðu eigendaskiptin ekki komið til, að sögn Ravetto. Hann kveðst bjartsýnn á að liðið lifi af.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert