Hondavélin sem knýja mun keppnisbíla McLaren á næsta ári fær eldskírn í dag við reynsluakstur í Silverstonebrautinni í Englandi. Þar verður hún prófuð í sérstökum þróunarbíl sem smíðaður hefur verið vegna þessa.
Honda snýr með þessu aftur til þátttöku í formúlu-1 en fyrirtækið smíðaði vélar í keppnisbíla McLaren 1988 til 1992.
Formlega séð er um „myndatökudag“ að ræða en ekki reynsluakstur. Engu að síður verður nýja vélin í McLarenbílnum en takmörk eru fyrir því hvað ekið er langt og hvers kyns dekki verði undir bílnum.