Kobayashi keppir í Abu Dhabi

Kobayashi á ferð á Caterhambílnum.
Kobayashi á ferð á Caterhambílnum. mbl.is/CaterhamF1

Kamui Kobayashi mun keppa fyrir Caterham í Abu Dhabi um næstu helgi en eftir er að ganga frá hver hinn ökumaðurinn verður. 

Þetta staðfesti Caterhamliðið í morgun en í tilkynningu segir, að skýrt yrði frá því með tímanum hver myndi aka hinum Caterhambílnum í Abu Dhabi.

Sjálfur kveðst Kobayashi ánægður með þessa niðurstöðu eftir erfiðar vikur að undanförnu en Caterham sat af sér mótin tvö í Bandaríkjunum og Brasilíu vegna fjárhagsvandræða. Ásamt Marussia er það í höndum skiptaráðenda sem freista þess að finna liðunum nýja eigendur sem styrk hafa til að halda þeim úti til keppni.

„Mannskapurinn hefur lagt hart að sér og gefst aldrei upp. Við verðskuldum að keppa í Abu Dhabi og ég er sérdeilis ánægður með að það skyldi takast með samskotasöfnuninni. Nú er það okkur verk að þakka unnendum liðsins fyrir og vonandi klárum við keppnistímann á góðum nótum fyrir liðið og framtíð þess,“ segir Kobayashi.

Kobayashi keppir fyrir Caterham í lokamótinu í Abu Dhabi.
Kobayashi keppir fyrir Caterham í lokamótinu í Abu Dhabi. mbl.is/CaterhamF1
Kobayashi keppir fyrir Caterham í lokamótinu í Abu Dhabi.
Kobayashi keppir fyrir Caterham í lokamótinu í Abu Dhabi. mbl.is/CaterhamF1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert