Caterhamliðið hefur fengið sérstaka heimild til brúka 2014-bílana til keppni á næsta ári, finnist kaupandi að liðinu og tefli því fram 2015.
Skiptaráðandi tók við liðinu í lok október og hefur átt í viðræðum við fjölmarga hugsanlegra kaupenda. Enn sem komið er liggur engin niðurstaða fyrir í þeim efnum.
Með undanþágunni þyrftu nýir eigendur Caterham ekki að byrja frá grunni heldur gætu sparað sér útgjöld og fengið lengri umþóttunartíma til að smíða eigin bíl.
Sömuleiðis þykir þetta geta auðveldað sölu liðsins og þannig tryggt áframhaldandi þátttöku þess í formúlunni. Skiptaráðandi segir þetta og gefa aukið tímarúm til að selja liðið. Vonast hann til að af sölu geti orðið fyrir jól en segir það ekki lífsnauðsyn.