Toro Rosso hefur skipt um vélabirgi á ný og mun á næsta ári brúka 2015 útgáfuna af vélum Ferrari. Ferrari sá liðinu fyrir vélum á árunum 2007-2013.
Með þessu er lokið samstarfi Toro Rosso og Renault sem varði í tvö ár.Franz Tost, liðsstjóri Toro Rosso, fagnaði nýjum samningum við Ferrari og segir fyrra samstarf þeirra hafa verið gjöfult.
Á sama tíma og Toro Rosso verður með ársgamlar vélar fá hin samstarfslið Ferrari, Sauber og Haas 2016-vélarnar.