Nýjustu fréttir af Schumacher ekki góðar

Nýjustu fréttir af fyrrverandi heimsmeistaranum í Formúlu-1 eru ekki góðar.
Nýjustu fréttir af fyrrverandi heimsmeistaranum í Formúlu-1 eru ekki góðar. AFP

Luca di Montezemolo, fyrrverandi yfirmaður hjá Formúlu-1 liðinu Ferrari, segir að nýjustu fréttirnar af heilsu Michael Schumacher séu ekki góðar. Rúmlega tvö ár eru síðan ökuþórinn slasaðist alvarlega þeagr hann var á skíðum í Frakklandi þar sem hann datt og lenti með höfuðið á steini.

„Ég er með fréttir og því miður eru þær ekki góðar,“ sagði Montezemolo við fjölmiðla í dag en neitaði að útskýra mál sitt frekar. 

Talsmaður Schumacher, Sabine Kehm, neitaði að tjá sig um málið þegar BBC náði tali af henni í dag. Lítið hefur verið vitað um heilsu Schumacher síðan hann lenti í slysinu en fjölskylda hans og Kehm hafa ekkert viljað segja.

Schumacher, sem varð 47 ára 3. janúar, fær áfram aðhlynningu á heimili sínu í Sviss. Í desember var því haldið fram að hann hefði náð undra­verðum bata í end­ur­hæf­ingu sinni. Talsmaður Schumacher dró þær fréttir til baka og sagði að það væri ekki rétt að vekja falsvonir hjá fjölskyldu og aðdáendum heimsmeistarans fyrrverandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert