Tengdamóður Ecclestone rænt

Bernie Eccleston og eiginkona hans Fabiana Flosi. Móðir hennar, Aparecida …
Bernie Eccleston og eiginkona hans Fabiana Flosi. Móðir hennar, Aparecida Schunck Flosi Palmeira, er í haldi mannræningja í Brasilíu. AFP

Brasilískri tengdamóður formúlualráðsins Bernie Ecclestone hefur verið rænt í Sao Paulo. Krefjast ræningjarnir jafnvirði 4,500 milljarða króna lausnargjalds.

Aparecida Schunck, sem er 67 ára og móðir þriðju eiginkonu Ecclestone, Fabiana Flosi, var að sögn blaðanna Veja og Globo rænt af heimili sínu sl. föstudag.

Segja blöðin að mannræningjarnir krefjist 120 milljóna brasilískra dollara fyrir frelsi hennar. Hefur svo hás lausnargjalds aldrei verið krafist í Brasilíu áður. Vilja þeir fá það í reiðufé í breskum sterlingspundum í fjórum pokum. Hermt er að komið sé á samband milli fjölskyldu Schunck og ræningjanna. 

Ecclestone kvæntist Flosi árið 2012, en þau kynntust þremur árum áður er hún starfaði við brasilíska kappaksturinn. Fer mótið fram í Interlagos-brautinni og er heimili Aparecida Schunck í sama hverfi.

Ræningjar Aparecida Schunck Flosi Palmeira dulbjuggust sem póstmenn.
Ræningjar Aparecida Schunck Flosi Palmeira dulbjuggust sem póstmenn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert