Vilja ekki sleppa Sainz

Carlos Sainz á hlaupum eftir að dekk á bíl hans …
Carlos Sainz á hlaupum eftir að dekk á bíl hans splundraðist í belgíska kappakstrinum. AFP

Toro Rosso hefur engan áhuga á að missa Carlos Sainz til Renault, að sögn liðsstjórans Franz Tost. Mun franska liðið hafa mikinn áhuga á að fá hann í raðir sínar.

Sainz er samningsbundinn Toro Rosso út næsta ár en Renault er sagt hafa reynt að undanförnu að mana hann til að koma til liðs við sig. Á liðið ekki lengur kost á Stoffel Vandoorne, Sergio Perez and Valtteri Bottas og því hefur meiri þungi verið lagður í að næla í Sainz.

Heimildir innan Red Bull, sem á samninginn við Sainz, að þar á bæ hafi menn engan áhuga á að láta spænska ökumanninn frá sér.Segir Tost, að Toro Rosso þurfi á Sainz að halda. Hann sé mikils metinn atvinnumaður í faginu, hraðskreiður og hæfileikaríkur. „Á næsta ári höfum vi ðþörf fyrir ökumann af hans gæðaflokki,“ segir Tost.


 

Toro Rosso vill halda í Carlos Sainz.
Toro Rosso vill halda í Carlos Sainz. AFP
Carlos Sainz á ferð í ítalska kappakstrinum í Monza.
Carlos Sainz á ferð í ítalska kappakstrinum í Monza. AFP
Toro Rosso vill ekki gefa Carlos Sainz frá sér.
Toro Rosso vill ekki gefa Carlos Sainz frá sér. AFP
Carlos Sainz á ferð í Monza.
Carlos Sainz á ferð í Monza. AFP
Carlos Sainz (nær) að taka fram úr Marcus Ericsson hjá …
Carlos Sainz (nær) að taka fram úr Marcus Ericsson hjá Sauber. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert