Ástand Schumacher áfram óljóst

Michael Schumacher féll í dá fyrir tæpum þremur árum síðan.
Michael Schumacher féll í dá fyrir tæpum þremur árum síðan. AFP

Ástandi fyrrverandi heimsmeistarans í Formúlu-1 kappakstri, Michael Schumacher, mun áfram verði haldið leyndu. Tæp þrjú eru síðan hann slasaðist alvarlega þegar hann var á skíðum í Frakklandi þar sem hann datt og lenti með höfuðið á steini.

29. desember næstkomandi verða nákvæmlega þrjú ár síðan slysið varð. Fjölskylda Schumacher og nánir aðstoðarmenn hafa ekki tjáð sig um ástand hans og haldið því leyndu.

Hinn 47 ára gamli Þjóðverji er sagður í endurhæfingu á heimili sínu í Sviss en ástand hans er áfram óljóst.

„Heilsa Michael [Schumacher] er ekki opinbert mál. Við munum því ekki tjá okkur neitt um það, vegna þess að við þurfum að vernda einkalíf hans eins mikið og kostur er,“ sagði talsmaður Schumacher, Sabine Kehm.

„Við vitum að sumir eiga erfitt með að skilja þetta en við gerum það sem við teljum honum vera fyrir bestu og þökkum fólki fyrir skilninginn sem það sýnir,“ bætti Kehm við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka