Williams fær nýjan tæknistjóra

Paddy Lowe á að baki 155 mótssigra í lykilhlutverki hjá …
Paddy Lowe á að baki 155 mótssigra í lykilhlutverki hjá liðum sem hann hefur starfað hjá.

Paddy Lowe hefur ráðið sig til Williamsliðsins sem tæknistjóri þess, en hann vék á dögunum úr sambærilegu starfi hjá Mercedesliðinu.

Lowe hóf feril sinn í formúlu-1 hjá Williams árið 1987 en eftir sex ár þar á bæ réði hann sig til McLarenliðsins og starfaði þar í tvo áratugi. Þaðan fór hann til Mercedes árið 2013 og lék lykilhlutverk í árangri þess undanfarin ár.

Ásamt tæknistjórastarfinu tekur Lowe sæti í stjórn Williamsliðsins en hann hefur fest kaup á hlutabréfum í liðinu. Hlutur hans hefur þó ekki verið gerður ljós enn sem komið er.



Lowe hóf ferilinn hjá Williams sem hér fagnar titlum árið …
Lowe hóf ferilinn hjá Williams sem hér fagnar titlum árið 1992 með Nigel Mansell og Riccardo Patrese sem ökumenn. Lowe er annar frá hægri af þeim sem stilla sér upp að baki Williamsbílsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert