Red Bull framlengir við Sainz

Red Bull hefur ákveðið að nýta sér klausu í samningum og ákveðið að framlengja ráðningu  Carlos Sainz hjá Toro Rosso fyrir næsta ár.

Hinn 22 ára gamli spænski ökumaður olli uppnámi í Spielberg í síðustu viku er hann sagði að „ólíklegt“ væri að hann keppti fyrir liðið fjórða árið í röð.

„Málið heyrir sögunni til . Yfirmenn mínir hafa trú á mér og hafa endurnýjað samninginn. Það eru engin vandamál í veginum,“ sagði Sainz.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert