Munu vinna sem eitt lið

Hondastjórinn Takahiro Hachigo segir að vélsmiðurinn og formúluliðið Toro Rosso muni vinna sem „samstæð heild“ í framtíðinni og takmarkið sé að koma Toro Rosso í hóp þriggja bestu liða formúlunnar á næsta ári, 2018.

Hondamenn segja það aldrei hafa verið valkost í þeirra augum að draga sig út úr formúlunni, en skilnaður við McLaren var staðfestur í dag. Í staðinn mun Honda sjá Toro Rosso fyrir vélum í framtíðinni en McLaren fær Renault til liðs við sig í vélarmálum.

Honda kom að nýju til þátttöku í formúlu-1 2015 en vélar japanska bílsmiðsins hafa staðið langt að baki vélum keppinauta McLaren að afli og endingartrausti.

„Toro Rosso er reynslumikið lið og kröftugt og hefur hlúð að og um dagana þjálfað margar stjörnur framtíðarinnar. Við öll hjá Honda hlökkum til að vinna með Toro Rosso og fyrir okkur er það spennandi viðfangsefni að hefja nýjan kapítula á vegferð okkar í formúlu-1 með þei.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert