Hóta Ocon öllu illu

Unnendur formúlu-1 eiga ekki endilega allir náðuga daga og kveljast margir þegar goðum þeirra gengur ekki sem best í keppni eða lúta í lægra hlut fyrir liðsfélaganum.

Þetta á að einhverju leyti við um mexíkóska unnendur landa síns Sergio Perez hjá Force India. Hafa þeir liðið kvalir mörgum sinnum á vertíðinni vegna velgegni liðsfélag Perez, franska nýliðans Esteban Ocon.

Ocon hefur nefnilega ljósrtað því upp, að honum hafi borist ítrekaðar líflátshótanir eftir árekstur liðsfélaganna tveggja í Bakú og í Spa í Belgíu. Við komuna til Mexíkó, heimavallar Perez, sagðist Ocon hins vegar hafa fengið hlýjar móttökur.

Samstuð þeirra í mótunum tveimur urðu til þess að liðsstjórar Force India hafa síðan beitt liðsfyrirmælum óspart til að koma í veg fyrir að þeir klessi hvorn annan aftur.

Ocon segist ekki viss um hvort honum beri að taka hótanirnar alvarlega. „Ég bjóst við erfiðri hingaðkomu vegna hinna fjölmörgu twitter skeyta sem voru sturluð og líflátshótananna. Raunin er sú að mótttökurnar hafa verið hlýjar frá fyrstu mínútu. Við skulum bíða og sjá hvort svo verði áfram. Vonandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka