Vettel fljótastur

Sebastien Vettel á Ferrari náði bestum brautartíma á öðrum degi þróunaraksturs formúluliðanna í Barcelona í dag.

Ók Vettel hraðast á 1:19,673 mínútum og var 0,3 sekúndum fljótari í förum en Valtteri Bottas á Mercedews og 0,6 sekúndum hraðari en Stoffel Vandoorne á McLaren.

Kalt var í veðri og spöruðu liðin aksturinn ef eitthvað var. Flesta hringi lagði Vettel að baki, eða 98 og Bottas fór 94. Eitthvað verður hlýrra á morgun.

Fjórða besta hring átti Max Verstappen (1:20,326) á Red Bull en liðsfélagi hans Daniel Ricciardo ó khonum hraðast allra í gær.  Í fimmta sæti á lista yfir hröðustu hringi varð Carlos  Sainz á  Renault (1:21,212), í sjötta sæti Pierre Gasly á Toro Rosso (1:21,318), í sjöunda  Robert Kubica á Williams (1:21,495), í áttunda sæti Sergej Sírotkín á Williams (1:21,822), í níunda sæti Esteban Ocon á  Force India (1:21,841), í tíunda sæti varð Charles Leclerc á Sauber (1:22,721) og  í því ellefta og neðsta Kevin Magnussen á Haas (1:22,727).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert