Vonast eftir rigningu

Max Verstappen fer hér femstur á seinni æfingu dagsins í …
Max Verstappen fer hér femstur á seinni æfingu dagsins í Albertsgarði í Melbourne. AFP

Veðurfræðingar segja líkur á rigningu í Melbourne um helgina, ekki síst í tímatökunni á morgun, laugardag. Því fagnar Max Verstappen hjá Red Bull.

Hann óskar þess að spárnar rætist svo hraðamunurinn á bílunum þurrkist út, en hann var aðpeins 0,1 sekúndu lengur en Lewis Hamilton á Marcedes  með sinn besta hring á æfingu í dag.

Með vætu í tímatökunni telur Verstappen sig eiga meiri möguleika en ella til að keppa við Hamilton um ráspól ástralska kappakstursins. „Helgin hefur byrjað vel og ég er ánægður með það. Bíllinn var góður í meðförum og hegðaði sér vel, sem er alltaf gleðiefni.

Keppnishraði okkar lítur út fyrir að vera góður og við eigum svigrúm til bætinga. Mercedesmenn virðast öflugir en ég hef engar áhyggjur af því. Ögn af rigningu það sem eftir er helgarinnar myndi hjálpa okkur,“ sagði Verstappen eftir æfingar dagseins.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert