Of mikið loftviðnám í bílnum

Of mikið loftviðnám er í bíl McLaren.
Of mikið loftviðnám er í bíl McLaren. AFP

McLaren stjórinn Eric Boullier segir alltof mikið loftviðnám vera einn af veikleikum keppnisbíls liðsins.

Hann segir það þó ekki einu ástæðuna fyrir því að bíllinn sé hægastur þeirra keppnisbíla sem njóta Renaultvélarinnar. 

Boullier segir geturskort bílsins verri í tímatökunni en í kappakstri.

„Topphraði okkar er heldur ekki sá besti, þar erum við aftarlega. Vandinn er þó flóknari en svo því ef þetta væri bara spurning um loftmótstöðu væri auðvelt að bæta úr því. Við þurfum að skoða frá grunni alla hluta bílsins til að tryggja að við komumst þangað sem við ættum að vera,“ segir Bouiller.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka