Toro Rosso ræður Alexander Albon

Alexander Albon keppir fyrir Toro Rosso í formúlu-1 á næsta …
Alexander Albon keppir fyrir Toro Rosso í formúlu-1 á næsta ári.

Toro Rosso hefur staðfest að Alexander Albon verði liðsfélagi Daniils Kvyat árið 2019.

Albon er bresk-taílenskur ökumaður og keppti í formúlu-2 í ár en að lokum varð hann þriðji í stigakeppni þeirrar formúlu, á eftir George Russell og Lando Norris, sem eru einnig verðandi keppendur í formúlu-1.

Albon er 22 ára og keppti á sínum tíma þrjú ár í formúlu-Renault 2.0 og varð þriðji í henni árið 2014. Árið eftir lá leiðin í Evrópuröð formúlu-3 og 2016 í GP3 formúluna. Þar slóst hann um titil ökumanna við Charles Leclerc sem keppir fyrir Ferrari á næsta ári.

Hann hafði samið um að keppa fyrir Nissan í rafformúlunni á keppnistíðinni 2018/19 en fékk því breytt er honum bauðst að keppa í formúlu-1.

Alexander Albon (t.h.) verður liðsfélagi Daniils Kvyat hjá Toro Rosso …
Alexander Albon (t.h.) verður liðsfélagi Daniils Kvyat hjá Toro Rosso 2019.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert