Skipta um liðsstjóra

Maurizio Arrivabene (t.v.) og Mattia Binotto.
Maurizio Arrivabene (t.v.) og Mattia Binotto.

Ferr­ari hef­ur skipt um liðsstjóra fyr­ir kom­andi keppn­istíð í formúlu-1 en sæti Maurizio Arri­vabene tek­ur Mattia Binotto sem verið hef­ur yf­ir­maður tækni­mála hjá Ferr­ari.

Arri­vabene er lát­inn gjalda fyr­ir brösótt gengi Ferr­ari í fyrra en liðið beið mik­inn ósig­ur fyr­ir Mercedes, bæði í keppni liðanna sem og öku­manna. 

Ferr­ari var sagt kulda­legt í sam­skipt­um við fjöl­miðla 2018 og Arri­vabene var gagn­rýnd­ur fyr­ir stjórn­ar­hætti sína eft­ir frá­fall yf­ir­manns Ferr­arifyr­ir­tæk­is­ins, Sergio Marchi­onne, sem féll frá í  júlí sl.
Maurizio Arrivabene með ökumönnunum Kimi Räikkönen (t.v.) og Sebastian Vettel …
Maurizio Arri­vabene með öku­mönn­un­um Kimi Räikkön­en (t.v.) og Sebastian Vettel (t.h.) á góðri stundu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert