Kimi leitaði til Sauber

Kimi Räikkönen klæðist ekki lengur Ferrarifötum í Búdapest.
Kimi Räikkönen klæðist ekki lengur Ferrarifötum í Búdapest. AFP

Kimi Räikkön­en átti frum­kvæði að viðræðum við Sauber en þangað sneri hann sér og spurði hvort liðið ætti laust sæti fyr­ir sig, eft­ir að Ferr­ari hafði látið hann vita að hann yrði ekki ökumaður þar á bæ 2019.

Pláss myndaðist er Ferr­ari ákvað að kalla Char­les Leclerc til starfa en hann hafði verið í hópi ungra öku­manna sem hlotið hafa upp­eldi og skól­un und­ir vernd­ar­væng Ferr­ari.

Al­mennt var talið að Räikkön­en myndi hengja keppn­is­hjálm­inn upp á snaga fengi hann ekki fram­lengd­an samn­ing við Ferr­ari. En að sögn umboðsmanns­ins Steve Robert­son fannst Kimi áfram eiga er­indi í formúlu-1 þrátt fyr­ir árin 39. Beið hann ekki eft­ir fyr­ir­spurn­um um krafta sína, held­ur rauk af eig­in hvöt­um til Sauber, en með því liði hóf hann fer­il sinn í formúlu-1 árið 2001.

Liðsfé­lagi Räikkön­en hjá Sauber verður ann­ar ökumaður út­skrifaður úr öku­manna­aka­demíu Ferr­ari, Ant­onio Gi­ovinazzi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert