Racing Point sýnir sinn fyrsta bíl

Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við nýja bílinn við …
Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við nýja bílinn við afhjúpun hans í Toronto í dag. AFP

Rac­ing Po­int sýn­ir sinn fyrsta formúlu-1 bíl í dag og var vett­vang­ur­inn alþjóðlega bíla­sýn­ing­in í Toronto í Kan­ada.

Við það tæki­færi var nýr aðalstyrkt­araðili liðsins verður veðmála­fyr­ir­tækið Sport­Pesa sem rek­ur öll sín viðskipti á net­inu. 

Sami bleiki lit­ur­inn er á bíln­um og var  á bíl for­ver­ans, Force India, en meira fer þó fyr­ir bláa litn­um á yf­ir­bygg­ing­unni en í fyrra.
Force India glímdi við mikla rekstr­ar­erfiðleika í fyrra og var um tíma í hönd­um skiptaráðamda, eða þar til kanadíski kaup­sýslumaður­inn Lawrence Stroll keypti það í sam­starfi við nokkra fjár­festa síðsum­ars og end­ur­nefndi það Rac­ing Po­int Force India.

Í dag hef­ur nafn liðsins verið stytt niður í Rac­ing Po­int ein­vörðungu.  

Son­ur Lawrence Stroll, Lance, sem keppti með Williams und­an­far­in tvö ár, mun keppa fyr­ir Rac­ing Po­int ásamt Sergio Perez sem verið hef­ur í her­búðum þess og for­ver­anna frá 2014.
Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við afhjúpun bíls Racing …
Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við af­hjúp­un bíls Rac­ing Po­int í Toronto í dag. AFP
Sergio Perez, nær, og Lance Stroll svipta bíl Racing Point …
Sergio Perez, nær, og Lance Stroll svipta bíl Rac­ing Po­int hul­um í Toronto í dag. AFP
Fyrsti keppnisbíll Racing Point a bílasýningunni í Toronto í dag.
Fyrsti keppn­is­bíll Rac­ing Po­int a bíla­sýn­ing­unni í Toronto í dag. AFP
Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við nýja keppnisbíl sinn, …
Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við nýja keppn­is­bíl sinn, við frum­sýn­ingu hans í Toronto í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka