McLaren sýndi bæði nýjan bíl og nýtt ökuþórapar í tæknimiðstöð sinni í Woking í Surrey, suður af London. Verður bíllinn knúinn vél frá Renault, eins og í fyrra.
Í ljótu bragði virðist bíllinn keimlíkur 2018-bílnum að útliti. Hefur þó verið bætt talsvert við bláa litinn.McLarenstjórinn Zak Brown segir liðið hafa uppgötvað hvar það slæddist af leið í bílhönnuninni í fyrra. Hann segir nýja bílinn ætti að verða mun betri.
„Allir karla og konur hjá McLaren hafa unnið nótt sem nýtan dag við að tryggja að við getum smíðað betri bíl en 2018,“ sagði Brown.