Ljósin aftur sýnileg

Ekki sáu allir á ljósabrettið með startljósunum fimm í ræsingunni …
Ekki sáu allir á ljósabrettið með startljósunum fimm í ræsingunni í Melbourne. Hér kemur Valtteri Bottas í mark sem sigurvegari kappakstursins. AFP

Keppendur aftarlega á rásmarki formúlunnar munu sjá rásmerkið á ný en á því varð misbrestur í fyrsta kappakstri ársins, í Melbourne. 

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur brugðist við kvörtunum ökuþór og látið hækka ljósabrúna yfir marklínunni svo öftustu menn sjái ljósmerkið, en þeir rjúka af stað þegar slokknar á ljósunum fimm ofan marklínunnar.
Meðal ökumanna sem kvörtuðu og sögðust ekki hafa séð ljósamerkið voru Robert Kubica á Williams og Pierre Gasly á Red Bull. Ástæðan var að nýir og stærri afturvængir en áður skyggðu á ljósin fimm. „Ég gat aðeins brugðist við þegar ég sá bílana í kringum mig ræsa,“ sagði Gasly í þýska íþróttablaðinu Sport1.

Og Kubica bætti við: Ég var gripinn skelfingu í fyrstu því ég sá ekki ljósin. Afturvængur McLarenbílsins skyggði á þau.“

Valtteri Bottas undir ljósabrúnni sem þarf að hækka svo allir …
Valtteri Bottas undir ljósabrúnni sem þarf að hækka svo allir ökumenn sjái rásmerkið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka