Boullier sá fram á misheppnað samstarf

Eric Boullier.
Eric Boullier. mbl.is/afp

Fyrrverandi McLarenstjórinn Eric Boullier segist hafa áttað sig á því strax á fyrstu mínútu að samstarf liðsins og Honda myndi mistakast. 

„Strax á fyrsta fundi okkar áttaði ég mig á að Honda var vanbúin undir þá miklu áskorun sem við vélsmiðnum blasti,“ segir Bouiller hinn franski  við tímaritið Sokuho.

„Ég gerði Ron Dennis þegar í stað grein fyrir því að við myndum þurfa að minnsta kosti þrjú til fjögur ára þróunarstarf til að komast í topphópinn. Samningar höfðu þá þegar verið undirritaðir og Dennis var sannfærður um að hann myndi fljlótt upplifa sigurgöngu sem áður fyrrum.“

Eftir þriggja ára samstarf var Honda látin sigla sinn sjó og McLaren  skipti yfir á Renault-vélar.

„Núverandi keppnisvélar eru mjög flóknar og einungis Mercedes var klárt í slaginn og stinga keppinautana af, allt að þakka margra ára þróunarstarfi. Samstarf McLaren og Honda gat ekki  hafist á erfiðari tímapunkti, tæknilega og sögulega séð,“ segir Boullier.

Hann sagði raunir McLaren orðið þungbærari í upphafi samstarfsins við Renault er keppnisbíll liðsins hafi ekki staðist kröfur frönsku vélarinnar. „Við áttuðum okkur í apríl á því að við höfðum misst marks í bílsmíðinni. Við fundum lausnir þegar orðið var um of seint. Að sumu leyti vorum við slakarii en 2017 og móralskt var það erfitt að horfast í augu við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka