Hótar að yfirgefa formúluna

Lando Norris á McLarenbílnum í Melbourne um nýliðna helgi.
Lando Norris á McLarenbílnum í Melbourne um nýliðna helgi. AFP

McLar­enliðið hef­ur í hót­un­um um að draga sig út úr formúlu-1 en gamla breska risaliðið hef­ur átt ansi erfið a daga í íþrótt­inni und­an­far­in fjög­ur ár.

Liðsstjór­inn Zak Brown seg­ir að formúla-1 þurfi í framtíðinni að vera fjár­hags­lega fýsi­leg og bjóða upp á „rétt­láta keppni og sam­keppn­is­hæfi“. Á kom­andi þriðju­dag fer fram fund­ur liðanna og eig­enda­fé­lags formúlu-1, Li­berty Media, um keppn­is­regl­ur sem koma eigi til fram­kvæmda 2021.

„Verði það ekki niðurstaðan mynd­um við þurfa að velta al­var­lega fyr­ir stöðu okk­ar í íþrótt­inni,“ hef­ur blaðið Guar­di­an eft­ir Brown. Hann sagði að íþrótt­in yrði að sýna fjár­hags­lega ábyrgðar­kennd og sýnd­ist liðinu nýj­ar regl­ur ekki í þeim far­vegi yrði liðið að meta stöðu sína og þátt­töku.

Einn af ásteyt­ing­ar­stein­un­um, gef­ur hann til kynna, er að Ferr­ari knýr á um að halda sér­stöðu sinni sem fær­ir því fjarmuni langt um­fram önn­ur lið formúlu-1. „Við erum all­ir sam­mála um að Ferr­ari er stærsta nafnið og ber umb­un vegna þess, en ekki af þeirri stærðargráðu sem verið hef­ur. Þá umb­un ætti ekki held­ur að brúka í kapp­akst­ursliðið.So,“ seg­ir Brown.

Brown seg­ist bú­ast við „eld­g­lær­ing­um“ á fund­in­um en ljúka þarf smíði nýrra regla fyr­ir júnílok í sum­ar. „Þannig ganga samn­ing­ar fyr­ir sig en ég er bjart­sýnn á að formúl­an breyti rétt og öll liðin tíu skrifi upp á samn­ing sem fel­ur í sér betri og sam­keppn­is­meiri íþrótt frá og með 2021“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert