Gagnrýnir endurkomu Kubica

Robert Kubica með aðdáendum í Melbourne.
Robert Kubica með aðdáendum í Melbourne. AFP

Jacques Villeneuve, fyrrverandi heimsmeistari í formúlu-1, segir að það sé íþróttinni ekki til framdráttar að Robert Kubica sé aftur kominn til keppni, átta árum eftir afar alvarlegt slys.

Villeneuve segir þetta gefa „hræðilega mynd af formúlunni en Kubica varð síðastur í mark í fyrsta mótui ársins, í Melbourne fyrir rúmri viku.

Á getulitlum Williamsbílnum varð Kubica aftastur í keppninni um ráspólinn og lauk keppni í 17. sæti en fleiri komust ekki alla leið í mark. Mátti hann sjá nýliðann og liðsfélagann George Russell koma á undan í mark.  

Þetta var fyrsti kappakstur Kubica frá því hann slasaðist lífshættulega í Andorrarallinu, Ronde di Andora, í ársbyrjun 2001. Mörgum hefur þótt endurkoma hans ævintýri líkast. Villeneuve fellst á að það sé mikið afrek að hafa unnið sig úr úr afleiðingum slyssins en var ekki ánægður með hann íþróttalega séð.

„Það er auðvitað mikið þrekvirki að Kubica sé mættur til leiks eftir svo langa fjarveru, nánast ótrúlegt,“ segir Villeneuve í tímaritsviðtali. „En mér finnst það hræðilegt, þetta er ekki gott fyrir íþróttina.Formúla-1 á að vera toppurinn á allri kappaksturskeppni, hún er konungaflokkur. Því er það ekki gott þegar einhver með fötlun getur keppt í greininni. Formúlan verður að vera þung, erfið í að komast, nánast óvinnandi vegur að komast í. Endurkoma Roberts er ekki réttu skilaboðin,“ sagði Villeneuve.

Robert Kubica (nær) í kappakstrinum í Melbourne.
Robert Kubica (nær) í kappakstrinum í Melbourne. AFP
Robert Kubica á ferð í Melbourne.
Robert Kubica á ferð í Melbourne. AFP
Robert Kubica (t.h.) á blaðamannafundi ökumanna í Melbourne ásamt Sebastian …
Robert Kubica (t.h.) á blaðamannafundi ökumanna í Melbourne ásamt Sebastian Vettel. AFP
Robert Kubica á Williamsbílnum í Melbourne.
Robert Kubica á Williamsbílnum í Melbourne. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert