Grunnvandi McLaren úr sögunni

Lando Norris leggur í aksturslotu á McLarenbílnum í Melbourne.
Lando Norris leggur í aksturslotu á McLarenbílnum í Melbourne. AFP

McLaren hefur byrjað vertíðina af krafti miðað við undanfarin þrjú ár er flest gekk á afturfótunum hjá liðinu.

Er árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins umfram væntingar liðsins. Eru framfarirnar meira áberandi vegna erfiðleika helstu keppinautanna í miðhóp formúlunnar. 

Það sem mestu máli skiptir fyrir McLaren er að liðinu virðist hafa tekist að komast fyrir vandamál sem hrelltu 2018-bílinn og bætt úr þeim. 

Lando Norris hjá McLaren á ferð í Melbourne og í …
Lando Norris hjá McLaren á ferð í Melbourne og í humátt á eftir kemur liðsfélagi hans, Carlos Sainz. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert