Þúsundasti formúlukappaksturinn

Þúsundasti kappaksturinn í formúlu-1 fer fram í Sjanghæ í Kína …
Þúsundasti kappaksturinn í formúlu-1 fer fram í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn kemur. AFP

Tímamót verða í sögu formúlu-1 í Kínakappakstrinum um komandi helgi. Verður það þúsundasti kappaksturinn í formúlu-1. 

Einn af helstu ráðamönnum formúlunnar, Ross Brawn, segir tímamótin „skærasta tákn“ um framúrskarandi sögu formúlunnar og lífvænleika hennar til framtíðar.

Ræða forráðamenn eigendafélags formúlunnar þessar vikurnar um byltingakenndar breytingar á móts- og keppnishaldinu frá og með árinu 2021. Brawn segir að formúlan eigi nú möguleika á að móta íþróttinni nýja framtíð, íþrótt sem eigi sér fáa keppinauta hvað varðar sjónarspil og hnattrænt fylgi.  
„Við viljum auka enn frekar á skemmtunina sem formúla-1 býður upp á og keppnina ófyrirsjáanlegri. Einnig að íþróttin verði fjárhagslega og vistrænt sjálfbær. Við vitum það öll sem unnum þessa íþrótt að veröldin breytist hratt og við viljum að næstu kynslóðir formúlunnar haldi í við breytingarnar,“ segir Brawn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka