Bottas í toppsætið

Valtteri Bottas bíður þess í bílskúr Mercedes að seinni æfing …
Valtteri Bottas bíður þess í bílskúr Mercedes að seinni æfing dagsins hefjist í Sjanghæ. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes tróndi á toppi listans yfir hröðustu hringi seinni æfingar formúluhelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Reyndar var hann aðeins 27 þúsundustu úr sekúndu lengur með hringinn en Sebastian Vettel á Ferrari.

Í þriðja sæti en 0,2 sekúndum á eftir Vettel varð Max Verstappen á Red Bull, en í talstöðinni var hann á köflum óhress með gírskiptingu sína.

Lewis Hamilton stóðst ekki liðsfélaga sínum, Bottas, snúning og varð aðeins í fjórða sæti á listanum yfir hröðustu hringi og heilum 0,7 sekúndum á eftir. 

Hülkenberg var í fimmta sæti á Renaultinum og Carlos Sainz á McLaren í því sjötta 0,8 sekúndum frá toppsætinu. Hann er einnig með Renaultvél í bíl sínum. Aðeins 0,25 sekúndum munaði á öllum fjórum bílum Renault og McLaren.
Charles Leclerc á Ferrari hafnaði í sjöunda sæti en hann varð að hætta akstri snemma vegna skoðunar á kælikerfi bílsins sem hugsanlega þótti þarfnast viðgerðar.
Lando Norris á McLaren varð áttundi og Daniel Ricciardo á Renault var rétt á eftir í níunda sæti. Rétt á eftir honum varð svo Pierre Gasly á Red Bull, en hann náði hvergi þeim hraða úr bíl sínum sem Verstappen lánaðist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert