Ferrari með uppfærslur í Bakú

Mattia Binotto (t.h.) djúpt hugsi á stjórnborði Ferrari í Sjanghæ.
Mattia Binotto (t.h.) djúpt hugsi á stjórnborði Ferrari í Sjanghæ. AFP

Ferr­ari­stjór­inn Mattia Binotto seg­ir lið hans mæta til leiks í Bakú kom­andi helgi með ýms­ar upp­færsl­ur í keppn­is­bíln­um.

Ferr­ari hef­ur átt erfiða byrj­un í fyrstu þrem­ur mót­un­um og hef­ur mátt horfa á Mercedes nán­ast hverfa úr aug­sýn í keppni.

Mercedes  hef­ur unnið fyrstu þrjú mót­in tvö­falt, þ.e. átt bíla sína í tveim­ur fyrstu sæt­um í hverju móti. Í þeim hef­ur Ferr­ari aðeins tvisvar átt einn öku­mann á verðlaunap­alli.

Ferr­ari hef­ur þó sýnt merki um mik­inn hraða, einkum þó í Barein þar sem liðið vann fremst­ur rás­röðina í tíma­tök­unni og allt stefndi  í sig­ur Char­les Leclerc í keppn­inni, eða allt þar til vél­in bilaði er um tug­ur hringja var eft­ir  í mark. Varð hann að gera sér þriðja sæti að góðu.

Ferr­ari hef­ur aldrei unnið sig­ur í Bakú en Binotto seg­ir liðið hafa und­ir­búið sig sér­stak­lega vel und­ir kapp­akst­ur­inn og ætli sér sig­ur. Hafi það legið yfir bíl­gögn­um úr fyrstu tveim­ur mót­un­um og greint þau með til­liti til þess hversu bæta mætti upp­setn­ingu bíl­anna.

Binotto seg­ir braut­araðstæður krefjast mik­ils af vél­un­um, bæði bruna­hluta henn­ar og tvinn­kerfi. Hann seg­ir framúrakst­ur verða auðveld­an á lengsta beina kafla braut­ar­inn­ar, sem mæl­ist 2,2 km lang­ur.

„Yf­ir­borð braut­ar­inn­ar er afar slétt og dekkjaslit því venju­lega lítið. En þar sem dekk­in hitna lítt get­ur reynst örðugt að koma þeim í rétt­an vinnslu­hita.  Við vit­um frá fyrri tíð að mikl­ar lík­ur eru á að ör­ygg­is­bíll verði send­ur út í braut­ina og tekið er til­lit til þess í her­fæði liðanna. Við kom­um með nokkr­ar upp­færsl­ur til Bakú og eru það fyrstu skref­in í áframþróun keppn­is­bíls Ferr­ari,“ seg­ir Binotto.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert