Vill afleggja föstudagana

Rússinn Daniil Kvyat hjá Toro Rosso.
Rússinn Daniil Kvyat hjá Toro Rosso. AFP

Daniil Kvyat hjá Toro  Rosso er á því að hætta beri föstu­dag­sæfing­um keppn­is­helga til að stuðla að því að kapp­akst­ur­inn verði minna ófyr­ir­sjá­an­leg­ur.

Við nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag hafa liðin þrjár klukku­stund­ir á föstu­deg­in­um til að prófa bíla sína og stilla fyr­ir tima­tök­ur og keppni.

„Það  ætti að duga að mæta bara á laug­ar­dags­morgni, við vit­um allt um all­ar braut­irn­ar. Það er formúl­unn­ar að  gera þetta upp við sig, hvað sé fyr­ir bestu. Eng­ir tveir öku­menn eru eins, sum­ir þurfa kannski fimm klukku­stund­ir til æf­inga, en ekki  ég,“ seg­ir Kvyat.
Daniil Kvyat vill ófyrirsjáanlegri keppnishelgar.
Daniil Kvyat vill ófyr­ir­sjá­an­legri keppn­is­helg­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert