Ferrari með uppfærslu í vél

Sebastian Vettel á Ferrarifáknum í Bakú.
Sebastian Vettel á Ferrarifáknum í Bakú. AFP

Ferr­ari­stjór­inn Mattia Binotto hef­ur staðfest að liðið mæti til leiks í Barcelona á Spáni með upp­færsl­ur í afl­rás keppn­is­bíl­anna.

Upp­haf­lega stóð til að gera breyt­ing­arn­ar í kanadíska kapp­akstr­in­um í Montreal en nú hef­ur Ferr­arii ákveðið að flýta þeim í þeirri von að með þeim megi stöðva sig­ur­göngu Mercedesliðsins það sem af er ári.

Silfurörv­ar Mercedes hafa unnið öll fjög­ur fyrstu mót­in tvö­falt en Binotto seg­ir bílþró­un­ina lyk­il­inn að því að draga Mercedes uppi. „Við erum sem stend­ur á eft­ir þeim og því verður að breyta. Lyk­ill­inn að því ligg­ur í bílþró­un­inni,“ seg­ir Binotto.

Ferr­ari hef­ur í mót­um árs­ins sýnt að svo virðist sem bíl­ar þess séu hraðskreiðari á löng­um bein­um köfl­um en bíl­ar Mercedes.  Í Barcelona munu loftafls­flet­ir yf­ir­bygg­ing­ar­inn­ar taka breyt­ing­um og ný og öfl­ugri vél verður sett í bíl­ana. Það var hún sem upp­haf­lega átti ekki að taka í notk­un fyrr en í Montreal.

Legg­ur Ferr­ari allt í söl­urn­ar til að draga á Mercedes en í því sam­bandi tók það í notk­un loftaflsnýj­ung­ar í yf­ir­bygg­ing­unni í síðasta móti, í Bakú. Ofan á allt þetta mun svo Shell mæta til leiks með nýj­ar smurolíu­blönd­ur fyr­ir nýju Ferr­ari­vél­ina í Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert