Skömm að missa Barcelona

AFP

Óvissa mun ríkja um framtíð mótshalds formúlunnar í Barcelona á Spáni. Ökumenn sem hafa tjáð sig segja að það væri miður ef mótið rennur senn skeið sitt á enda.

Vangaveltur eru um að hollenski kappaksturinn sé aftur á leið inn á mótaskrá formúlunnar og gæti hann komið í stað mótsins íBarcelona. Þar hefur verið keppt ár hvert frá 1986, þar af íBarcelona frá 1991. 

Heimamaðurinn Carlos Sainz hjá McLaren kveðst óttast að of seint sé að bjarga mótshaldinu í Barcelona á næsta ári. „Fyrir mér yrði það mikill missir. En samningar eru í gangi og vona ég bara að viðsemjendur nái saman. Mótshaldið yrði í þágu Barcelona, Spánar og formúlu-1, það yrði miður ef það færi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka