Skömm að missa Barcelona

AFP

Óvissa mun ríkja um framtíð móts­halds formúl­unn­ar í Barcelona á Spáni. Öku­menn sem hafa tjáð sig segja að það væri miður ef mótið renn­ur senn skeið sitt á enda.

Vanga­velt­ur eru um að hol­lenski kapp­akst­ur­inn sé aft­ur á leið inn á móta­skrá formúl­unn­ar og gæti hann komið í stað móts­ins íBarcelona. Þar hef­ur verið keppt ár hvert frá 1986, þar af íBarcelona frá 1991. 

Heimamaður­inn Car­los Sainz hjá McLar­en kveðst ótt­ast að of seint sé að bjarga móts­hald­inu í Barcelona á næsta ári. „Fyr­ir mér yrði það mik­ill miss­ir. En samn­ing­ar eru í gangi og vona ég bara að viðsemj­end­ur nái sam­an. Móts­haldið yrði í þágu Barcelona, Spán­ar og formúlu-1, það yrði miður ef það færi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert