Formúlan aftur til Hollands

Í brautinni í Zandvoort í morgun.
Í brautinni í Zandvoort í morgun. AFP

Hol­lenski kapp­akst­ur­inn í formúlu-1 verður á móta­skrá árs­ins 2020, eft­ir 35 ára fjar­veru.

Þetta staðfestu fram­kvæmd­araðilar keppni í formúl­unni í morg­un. Munu keppn­is­fák­arn­ir bruna að nýj­um um hina ann­áluðu braut, Zand­voort skammt frá Amster­dam.

Skrifað hef­ur verið und­ir samn­ing um keppni þar að minnsta kosti þrjú næstu árin.

„Það gleður mig að sjá Zand­voort á drög­um að móta­skrá næsta árs,“ sagði Jean Todt, for­seti Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA) af þessu til­efni.

Frá undirritun samnings um keppni í formúlul-1 í Zandvoort í …
Frá und­ir­rit­un samn­ings um keppni í formúlul-1 í Zand­voort í morg­un. AFP
Jan Lammers stjórnandi brautarinnar í Zandvoort (t.v.) og Chase Carey …
Jan Lammers stjórn­andi braut­ar­inn­ar í Zand­voort (t.v.) og Chase Carey leiðtogi formúlu-1 að lok­inni und­ir­rit­un samn­ings um keppni í formúlul-1 í Zand­voort í morg­un. AFP
Max Verstappen á sýningardegi Red Bull í Zandvoort brautinni. Myndin …
Max Verstapp­en á sýn­ing­ar­degi Red Bull í Zand­voort braut­inni. Mynd­in var tek­in 2016. AFP
Tilkynnt um endurkomu formúlunnar til Zandvoort á næsta ári á …
Til­kynnt um end­ur­komu formúl­unn­ar til Zand­voort á næsta ári á borðum og skilt­um við braut­ina. AFP
Skrifað undir samning um keppni í formúlunni að nýju í …
Skrifað und­ir samn­ing um keppni í formúl­unni að nýju í Zand­voort í Hollandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert