Formúlan aftur til Hollands

Í brautinni í Zandvoort í morgun.
Í brautinni í Zandvoort í morgun. AFP

Hollenski kappaksturinn í formúlu-1 verður á mótaskrá ársins 2020, eftir 35 ára fjarveru.

Þetta staðfestu framkvæmdaraðilar keppni í formúlunni í morgun. Munu keppnisfákarnir bruna að nýjum um hina annáluðu braut, Zandvoort skammt frá Amsterdam.

Skrifað hefur verið undir samning um keppni þar að minnsta kosti þrjú næstu árin.

„Það gleður mig að sjá Zandvoort á drögum að mótaskrá næsta árs,“ sagði Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) af þessu tilefni.

Frá undirritun samnings um keppni í formúlul-1 í Zandvoort í …
Frá undirritun samnings um keppni í formúlul-1 í Zandvoort í morgun. AFP
Jan Lammers stjórnandi brautarinnar í Zandvoort (t.v.) og Chase Carey …
Jan Lammers stjórnandi brautarinnar í Zandvoort (t.v.) og Chase Carey leiðtogi formúlu-1 að lokinni undirritun samnings um keppni í formúlul-1 í Zandvoort í morgun. AFP
Max Verstappen á sýningardegi Red Bull í Zandvoort brautinni. Myndin …
Max Verstappen á sýningardegi Red Bull í Zandvoort brautinni. Myndin var tekin 2016. AFP
Tilkynnt um endurkomu formúlunnar til Zandvoort á næsta ári á …
Tilkynnt um endurkomu formúlunnar til Zandvoort á næsta ári á borðum og skiltum við brautina. AFP
Skrifað undir samning um keppni í formúlunni að nýju í …
Skrifað undir samning um keppni í formúlunni að nýju í Zandvoort í Hollandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka