Hvorum skal trúa, Hamilton eða Wolff

Lewis Hamilton (t.v.) og Sebastian Vettel spjalla rétt eftir lok …
Lewis Hamilton (t.v.) og Sebastian Vettel spjalla rétt eftir lok kínverska kappakstursins í Sjanghæ. AFP

Lew­is Hamilt­on seg­ir það ekki rétt að hann hafi átt viðræður við Mercedes­stjór­ann Toto Wolff um hugs­an­lega för öku­manns­ins til Ferr­ari.

Wolff seg­ir málið hafa komið upp er þeir ræddu og gengu frá fram­leng­ingu á samn­ingi Hamilt­ons við Mercedes. Seg­ir Wolff að Hamilt­on hafi í raun rætt í fyrra við full­trúa Ferr­ari um að hann hefði áhuga á að ljúka keppn­is­ferli sín­um í formúlu-1 með ít­alska stórliðinu.

„Ég veit ekki hvað Toto er að  fara, ég geri ráð fyr­ir að í öll­um samn­ingaviðræðum skjóti nafni Ferr­ari upp. Toto er klár karl og samn­ingaviðræður okk­ar góðar. Auðvitað hef ég nú verið á mála hjá Mercedes frá því ég var 13 ára og því erfitt að ímynda sér að ég fari annað. Ég hef þó aldrei farið dult með að ég er hrif­inn af Ferr­ari, sér­stak­lega bíl­um,“ sagði Hamilt­on er hann brást við um­mæl­um Wolff.

Hann kveðst ekk­ert úti­loka neitt í framtíðinni en hefði eng­ar áætlan­ir gert og nyti þess að aka fyr­ir Mercedes. „Mark­mið mitt er að gera þetta lið að því besta og sig­ur­sæl­asta í sögu formúl­unn­ar,“ sagði Hamilt­on.

Toto Wolff seg­ist ekki bú­ast við öðru en Hamilt­on verði hjá Mercedes alla­vega út 2020. „Maður verður að skoða þessi mál með opn­um huga og skilja að all­ir öku­menn þrá að keppa fyrr en seinna fyr­ir Ferr­ari.

Spurn­ing­in er hvort þeir  Hamilt­on hinn enski og Sebastian Vettel hinn þýski hjá Ferr­ari eigi eft­ir að hafa sæta­skipti. Fyr­ir hef­ur legið að Mercedes dreym­ir um þýsk­an öku­mann sem heims­meist­ara á silfurörvun­um.

Lewis Hamilton (t.v.) og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í Bakú …
Lew­is Hamilt­on (t.v.) og Sebastian Vettel á verðlaunap­all­in­um í Bakú á dög­un­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert