Gætu skipt Gasly út fyrir og Hülkenberg

Pierre Gasly.
Pierre Gasly. AFP

Sú tíð er kviksögur fara af alvöru á kreik í formúlu-1 er runnin upp. Fyrsta fórnarlamb þeirra er franski ökumaðurinn Pierre Gasly.

Ítalska vefsetrið motorsport.is heldur því fram að svo kunni að fara að Red Bull setji Gasly til hliðar og fái Renault til að leyfa Nico Hülkenberg að skipta um bíl og keppa aí stað Gasly.

Vefsetrið kveður sig hafa heimildir innan úr Red Bull liðinu til að setja þetta fram. Á sama tíma hefur Gasly verið að sækja í sig veðrið svo um munar. Segir á síðunni, að helsti yfirmaður liðsins, Helmut Marko, sé orðinn langeygur eftir alvöru árangri af hans hálfu.

Hugmyndin um að Red Bull beri í víurnar við Hülkenberg þykir sérstök þar sem liðið hefur verið byggt upp kringum unga ökumenn sem fari í gegnum skólun hjá ökumannaakademíu liðsins. Hülkenberg er aftur á móti 31 árs og á tíundu keppnistíð sinni í formúlu-1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka