Leita ásjár yfirvalda

Frá ræsingunni í Barcelona í vor.
Frá ræsingunni í Barcelona í vor. AFP

Framtíð kappaksturs í Barcelona er einkar óviss en samningur um mótshald þar í borg rann út að  loknu mótinu í síðasta mánuði.

Bílaklúbbur Katalóníu stendur fyrir kappakstrinum og hefur nú falast eftir opinberri fjárhagsaðstoð til að keppnishaldinu í Barcelona verði bjargað.

Er með öllu óvíst hvort hann komist á dagskrá á næsta ári og gæti fyrirhuguð endurkoma hollenska kappakstursins ráðið þar úrslitum. Keppt hefur verið í Barcelona ár hvert frá og með 1986.

Í tilkynningu segir Bílakúbbur Katalóníu mótshaldið í Barcelona hafi í för með sér 163 milljóna evru innspýtingu í efnahagslíf borgarinnar ár hvert og skapi 2.700 störf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka