Grosjean vill bensínstopp

Romain Grosjean.
Romain Grosjean. AFP

Franski ökumaður­inn Romain Grosj­e­an hjá Haas seg­ist á því að keppni í formúlul-1  reyni ekki nógu mikið á skrokk­inn og að formúl­an eigi að vera „karl­mennsku“ íþrótt þar sem öku­menn komi út­keyrðir í mark.

Grosj­e­an tek­ur  und­ir með Lew­is Hamilt­on sem sagt hef­ur íþrótt­ina ekki reyna nóg á öku­menn­ina. Seg­ist Frakk­inn hafa verið út­keyrðari eft­ir körtuakst­ur en eft­ir kapp­akst­ur í formúlu-1.

„Ég fór ný­lega í keppni við nokkra fé­laga mína, á kört­um með 125 rúm­sentí­metra slag­rými og gír­skipt­ingu. Ég var út­keyrðari eft­ir það en keppni í formúlu-1. Hvernig má það vera? Svarið er vegna þess að þú ert að knýja kört­una í botni all­an tím­ann og þarf ekki að hugsa um að spara bens­ínið.

Í formúl­unni þurf­um við að spara eldsneytið. Næst og það mik­il­væg­asta er að við verðum að passa dekk­in frá upp­hafi til enda. Í Barcelona hafði ég á til­finn­ing­unni að ég væri að keyra bíl­inn á aðeins 50% getu hans. Það er ekki þreyt­andi vinna,“ seg­ir Grosj­e­an en næsta mó´t er á heima­velli hans í Frakklandi.

Grosj­e­an seg­ist vildu sjá keppni sem líkt­ist meira keyrsl­unni í tíma­tök­unni, þar sem öku­menn knýja bíl­inn til fulls hvern ein­asta hring. Þegar menn stæðu í því að spara bens­ín og dekk­in þá væri það hvorki and­lega né lík­am­lega krefj­andi.

Hann seg­ir lausn­ina fel­ast í breyt­ing­um á regl­um og vill meðal ann­ars að aft­ur verði tek­in upp bens­ín­stopp. „Við þurf­um bíla sem við verðum að knýja áfram og að taka aft­ur upp bens­ín­stopp, til að þurfa aðeins 30-40 kíló í fyrstu at­rennu í stað þess að vera með 100 kílóa hleðslu í ræs­ing­unni. „Með því yrðum við nokkr­um sek­únd­um hraðskreiðari, ef ekki meira, og þá yrði vinn­an erfiðari.“

Romain Grosjean fremstur í fylkingu í keppni í Montreal í …
Romain Grosj­e­an fremst­ur í fylk­ingu í keppni í Montreal í Kan­ada. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert