Höfðu meira frelsi til að keppa

Häkkinen (t.v.) kvartar undan hættulegum akstri Schumacher eftir kappaksturinn í …
Häkkinen (t.v.) kvartar undan hættulegum akstri Schumacher eftir kappaksturinn í Spa árið 2000.

Mika Häkk­in­en kveðst á því að þeir Michael Schumacher hafi haft meira frelsi til aðkeppa gegn hvre öðrum en þeir Lew­is Hamilt­on og Sebastian Vettel.

Hamilt­on vann kanadíska kapp­akst­ur­inn í Montreal sl. sunnu­dag þrátt fyr­ir að Vettel væri á und­an yfir marklín­una.Tíma­víti á Vettel or­sakaði þetta. Dóm­ar­ar refsuðu Vettel fyrr að koma aft­ur inn á braut­ina með hættu­leg­um hætti eft­ir að hafa runnið út úr henni fyr­ir mis­tök. Varð Hamilt­on að bremsa og sveigja einnig út úr.

Häkk­in­en sagði að væru þeir Schumacher að keppa í dag með sama hætti og fyrr­um væri miklu meira um refs­ing­ar. „Kannski voru mynda­vél­arn­ar miklu færri og námu ekki allt sem við gerðum. Það hefði verið mikið um 5 sek­úndna tíma­víti eða verri víti þá ef við hefðum keppt eft­ir regl­um nú­tím­ans,“ seg­ir Häkk­in­en.
Hann seg­ir að eng­inn hafi verið ánægður með at­vik í kapp­akstr­in­um í Montreal. „Vítið batt enda á bar­dag­ann um sig­ur­inn og bitnaði á öll­um sem fylgj­ast með formúlu-1.“
Häkk­in­en bætti því við að dóm­ar­arn­ir hafi ekki átt neinna kosta völ er þeir refsuðu Vettel. Vítið kostaði Ferr­ari sinn fyrsta sig­ur á ár­inu og Vettel þann fyrsta frá í Spa í Belg­íu í fyrra­sum­ar.
„Bíl­arn­ir snert­ust ekki, það varð eng­inn árekst­ur. Sebastian og Lew­is gerðu það sem þeir urðu að gera, gefa hvor öðrum nóg rými til að halda keppn­inni áfram. Regl­urn­ar eru skýr­ar, Sebastian var annað hvort með ekk­ert vald á stöðunni er hann kom  aft­ur inn á braut­ina og ástandið þar með óör­uggt. Eða með fullt vald á mál­um og hindraði þar með Lew­is. Út frá þessu tvennu urðu dóm­ar­arn­ir að grípa til vít­is,“ seg­ir Häkk­in­en um at­vikið um­deilda.
Häkkinen (l.t.v.) kemst hér fram úr Zonta (í miðjunni) og …
Häkk­in­en (l.t.v.) kemst hér fram úr Zonta (í miðjunni) og nær for­yst­unni af Schumacher í Spa árið 2000.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert