Refsingin fæst ekki endurskoðuð

Sebastian Vettel stillir sér upp í dag fyrir ljósmyndara sem …
Sebastian Vettel stillir sér upp í dag fyrir ljósmyndara sem fékk aðra mynd af honum í kaupbæti með spegilmyndinni. AFP

Alþjóða akstursíþróttsambandið (FIA) hafnaði í dag beiðni Ferrari um að endurskoða vítið sem Sebastian Vettel fékk í kappakstrinum í Kanada. Kostaði tímavíti hann sigur í mótinu.

Málið var tekið fyrir í Le Castellet-brautinni í Frakklandi í dag. Var beiðni Ferrari hafnað þrátt fyrir að liðið legði fram ný gögn í málinu.

Annars vegar lagði Ferrari fram útskrift af starfsemi vélkerfa Ferrarifáksins í atvikinu umdeilda í Montreal. Ennfremur ljósmyndir af akstri Vettels er hann missti bílinn út úr brautinni fyrir framan nefið á Lewis Hamilton.
Þá notaði Ferrari sér upptökuka af greiningu fyrrum formúluökumannsins Karun Chandhok  fyrir Sky F1 sjónvarpsstöðina og lagði hana fyrir dómarana. Það tóku dómararnir ekki til greina, sögðu myndbandið nýtt en þó ekki viðeigandi þar sem um persónulega afstöðu utanaðkomandi aðila væri að ræða.
Með synjuninni er þrætumáli þessu endanlega lokið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert