Refsingin fæst ekki endurskoðuð

Sebastian Vettel stillir sér upp í dag fyrir ljósmyndara sem …
Sebastian Vettel stillir sér upp í dag fyrir ljósmyndara sem fékk aðra mynd af honum í kaupbæti með spegilmyndinni. AFP

Alþjóða akst­ursíþrótt­sam­bandið (FIA) hafnaði í dag beiðni Ferr­ari um að end­ur­skoða vítið sem Sebastian Vettel fékk í kapp­akstr­in­um í Kan­ada. Kostaði tíma­víti hann sig­ur í mót­inu.

Málið var tekið fyr­ir í Le Ca­stell­et-braut­inni í Frakklandi í dag. Var beiðni Ferr­ari hafnað þrátt fyr­ir að liðið legði fram ný gögn í mál­inu.

Ann­ars veg­ar lagði Ferr­ari fram út­skrift af starf­semi vél­kerfa Ferr­arifáks­ins í at­vik­inu um­deilda í Montreal. Enn­frem­ur ljós­mynd­ir af akstri Vettels er hann missti bíl­inn út úr braut­inni fyr­ir fram­an nefið á Lew­is Hamilt­on.
Þá notaði Ferr­ari sér upp­tökuka af grein­ingu fyrr­um formúlu­öku­manns­ins Kar­un Chand­hok  fyr­ir Sky F1 sjón­varps­stöðina og lagði hana fyr­ir dóm­ar­ana. Það tóku dóm­ar­arn­ir ekki til greina, sögðu mynd­bandið nýtt en þó ekki viðeig­andi þar sem um per­sónu­lega af­stöðu ut­anaðkom­andi aðila væri að ræða.
Með synj­un­inni er þrætu­máli þessu end­an­lega lokið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert