Charles Leclerc sneri taflinu við og settist í efsta sæti lista yfir hröðustu hringi seinni æfingarinnar í Hockenheim. Hafði hann sætaskipti við liðsfélaga sinn Sebastian Vettel sem ók hraðast á morgunæfingunni.
Aðeins munaði 0,124 sekúndum á Leclerc og Vettel og sem fyrr í dag varð Lewis Hamilton á Mercedes þriðji, með aðeins 22 þúsundustu úr sekúndu lakari tíma en Vettel.
Fjórða besta tímann átti svo Valtteri Bottas á Mercedes, en hann var hálfri sekúndu lengur í ferðum en Hamilton.
Á fyrrnefndum lista urðu í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - Max Verstappen á Red Bull, Romaine Grosjean á Haas, Lance Stroll á Racing Point, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, Nico Hülkenberg á Renault og Sergio Perez á Racing Point.
Aðeins munaði sekúndu á tímum fyrsta og tíunda manns.
Pierre Gasly á Red Bull átti ekki auðvelda æfingu en henni lauk á öryggisvegg við lokabeygju hringsins. Reif hann hægri hlið bílsins af við skellinn.