Tvöfalt hjá Ferrari

Charles Leclerc í Hockenheim.
Charles Leclerc í Hockenheim. AFP

Charles Leclerc á Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Hockenheim. Liðsfélagi hans og heimamaður, Sebastian Vettel, varð þriðji en upp á milli þeirra smeygði sér Max Verstappen á Red Bull.

Leclerc var 0,168 sekúndum fljótari með hringinn en Verstappen og 0,264 á undan Vettel. 

Mercedesmenn áttu erfitt uppdráttar; Valtteri Bottas náði aðeins fjórða besta tímanum og var 0,510 úr sekúndu á eftir  Leclerc. Lewis Hamilton varð í sjötts sæti og 0,585 sekúndum á eftir. Milli þeirra varð Kevin Magnussen á Haas, sem var þremur þúsundustu úr sekúndu á eftir Bottas.

Í sætum sjö til tíu - í þessari röð - urðu Carlos Sainz á McLaren, Pierre Gasly á Red Bull, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo og Romain Grosjean á Haas. Ók hann fyrstu útgáfu af bílnum, þeim er brúkaður var íi fyrsta mótinu, í Melbourne. Var hann tæpa sekúndu á eftir Leclerc.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert