Alfa Romeo ætlar að áfrýja ákvörðun dómara þýska kappakstursins sem refsuðu báðum ökumönnum liðsins með þeim afleiðingum að báðir misstu stigin sem þeir unnu sér inn á brautinni.
Kimi Räikkönen og Antonio Giovinazzi komu í mark í áttunda og níunda sæti sem er besti árangur Alfa Romeo liðsins í ár. Við skoðun á kúplingu bíla þeirra eftir keppni kom í ljós að kúplingin virkaði öðruvísi en vera skyldi, samkvæmt tæknireglum formúlunnar.Alfa Romeo stjórinn Frederic Vasseur kveðst vongóður um að refsingunni verði aflétt og liðið endurheimti stigin við áfrýjun.
„Það er afar svekkjandi að báðum bílum skuli refsað og rutt út úr stigum í svo spennandi og fjörlegum kappakstri. Vandamálið kom upp á upphafshringjunum, meðan öryggisbílnum fór fyrir kappakstursbílunum. Viðurðum fyrir óviðráðanlegri bilun og munum áfram rannsaka málið,“ sagði Vasseur.
Hann bætti við að Renault virti bæði tækniskipulag FIA og störf dómaranna. „En við munum áfrýja ákvörðuninni þar sem við teljum okkur hafa ástæður og gögn til að fá henni hrundið.“