Gasly bestur

Pierre Gasly brosir fyrir sjálfu.
Pierre Gasly brosir fyrir sjálfu. AFP

Pierre Gasly á Red Bull setti hraðasta hring seinni æfingar dagsins í Hungaroring en tíma sinn setti hann snemma æfingarinnar, rétt áður en  byrjaði að rigna af alvöru. Gerði rigningin ökumönnum erfitt fyrir allan tímann.

Vart var búið að flauta til leiks er æfingin var stöðvuð þar sem Alexander Albon á Toro Rosso flaug út úr brautinni og hafnaði á öryggisvegg. Náði hann ekki tímahring og ók ekki frekar.

Max Verstappen, liðsfélagi Gasly, setti næstbesta tímann, og munaði aðeins 55 þúsundustu úr sekúndu á þeim. Ökumenn Mercedes urðu í þriðja og fjórða sæti og var Lewis Hamilton tveimur tíundu á undan Valtteri Bottas.
Daniel Ricciardo á Renault átti fimmta besta hringinn, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo þann sjötta og Charles Leclerc þann sjöunda besta. Í sætum átta til tíu - í þessari röð - urðu Nico Hülkenberg á Renault, Antonio Giovinazzi á Alfa Romeo og Daniil Kvyat á Toro Rosso.
Sebastian Vettel á Ferrari setti aðeins þrettánda besta tímann en það segir tæplega nokkuð um getu hans það sem eftir er helgarinnar. Spáð er sólskini í Búdapest þegar ungverski kappaksturinn fer fram á sunudag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert