Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast á fyrri æfingu dagsins í Búdapest en þar fer ungverski kappaksturinn fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas fékk ekki settan tíma vegna vélarbilunar.
Vélin bilaði strax á fyrsta úthring og kom Bottas ekki aftur út að honum lok num.
Hamilton var rúmlega einum tíunda úr sekúndu fljótari í förum en Max Verstappen á Red Bull sem lauk æfingunni með einum þúsundasta úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Ferrari.
Verstappen kvartaði undan afturenda bílsins en tvisvar snarsneri hann bílnum vegna ónógrar rásfestu afturdekkjanna. Atvikin áttu sér stað í fyrstu beygju og þeirri tólftu en í bæði skiptin komast hann hjá því að skella á öryggisvegg.
Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Pierre Gasly á Red Bull, Kevin Magnussen á Haas, Charles Leclerc á Ferrari, Nico Hülkenberg á Renault, Lando Norris og Carlos Sainz á McLaren og Kimi Räikkönen á Alfa Romeo.