Perez framlengir um þrjú ár

Sergio Perez í Spa-Francorchamps í gær.
Sergio Perez í Spa-Francorchamps í gær. AFP

Sergio Perez hef­ur fram­lengt veru sína hjá Rac­ing Po­int til þriggja ára, eða til vertíðarloka 2022.

Mexí­kóski ökumaður­inn réði sig til liðsins árið 2014 er það hét Force India. Áður hafði hann keppt með Sauber og McLar­en.

Eft­ir nokk­ur ár­ang­urs­rík ár í hópi miðjuliðanna í formúlu-1 fékk Force India greiðslu­stöðvun vegna fjár­hags­örðug­leika og hafnaði hjá skipta­stjóra sem seldi liðið fjár­festa­hópi und­ir for­ystu  Lawrence Stroll. Son­ur hans Lance var ráðin til liðsins fyr­ir 2019 vertíðina.

Perez hef­ur ekki átt láni að fagna í ár og er sem stend­ur 16. í stiga­keppn­inni um heims­meist­ara­titil öku­manna. Síðustu stig sín vann hann í kapp­akstr­in­um í Bakú í Azer­baij­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka