Fyrsti formúlu-1 sigur Leclerc

Rétt fyrir upphaf kappakstursins í dag tjáði Charles Leclerc móður …
Rétt fyrir upphaf kappakstursins í dag tjáði Charles Leclerc móður franska ökumannsins Anthoine Hubert, sem beið bana í formúlu-2 í Spa-Francorchamps í gær samúð sína AFP

Char­les Leclerc var í þessu að vinna belg­íska kapp­akst­ur­inn í Spa-Francorchamps. Er það jóm­frú­ar­sig­ur hans í formúlu-1 og fyrsti móts­sig­ur Ferr­ari í heilt ár, eða frá því í Belg­íu í fyrra en þar fór Sebastian Vettel með sig­ur af hólmi.

Leclerc hóf keppni af rá­spól og hafði for­ysti nær út í gegn. Aðeins fór hann ekki fremst­ur frá því hann tóka dekkja­stopp og þar til öku­menn Mercedes gerðu slíkt hið sama. Vettel hóf keppni ann­ar og virt­ist freista þess að hjálpa Leclerc að sleppa sem lengst frá keppi­naut­un­um Lew­is Hamilt­on og Valtteri Bottas hjá Mercedes.

Það gekk þar til um þriðjung­ur kapp­akst­urs­ins var eft­ir, en þá féll Vettel úr öðru sæti í  það fjórða. Á síðustu fimm hringj­un­um gaf Hamilt­on allt í botn og sótt­ist eftr sigri. Bilið milli þeirra Leclerc minnkaði hratt og spenna mik­il í loft­inu, en ungi Ferr­ariþór­inn stóðst álagið og hélt sínu sæti alla leið í mark. Hamilt­on  varð ann­ar, Bottas þriðji og Vettel fjórði.

Ferr­ariliðið gerðist hugs­an­lega sekt um herfræðim­is­tök með því að kalla Vettel alltof snemma inn til dekkja­skipta. Virkuðu ný dekk ekk­ert bet­ur lengi vel en þau sem tek­in voru und­an bíl hans löngu fyr­ir hálfnaðan kapp­akst­ur. Fyr­ir bragðið þurfti hann á enn öðrum dekkj­um síðar að halda og þar með var von­in um pallsæti brost­in.

Sem fyrr seg­ir vann Leclerc jóm­frú­ar­sig­ur sinn í formúlu-1 í dag. Síðasti ökumaður­inn til að gera slíkt hið sama í Spa var eng­inn ann­ar en Michael Schumacher árið 1992.

Í sæt­um fimm til tíu - í þess­ari röð - urðu Al­ex­and­er Al­bon á Red Bull, Sergio Perez á Rac­ing Po­int, Danil Kvyat á Toro Rosso, Nico Hül­ken­berg á Renault, Pier­re Gas­ly á Toro Rosso og Lance Stroll á Rac­ing Po­int.

Vegna árekstra í fyrstu beygju féllu þeir Max Verstapp­en á Red Bull og Car­los Sainz á McLar­en úr leik á fyrsta hring.

Charles Leclerc á leið til sigurs í Belgíu í dag.
Char­les Leclerc á leið til sig­urs í Belg­íu í dag. AFP
Charles Leclerc veifar áhorfendum af verðlaunapallinum í Spa.
Char­les Leclerc veif­ar áhorf­end­um af verðlaunap­all­in­um í Spa. AFP
Charles Leclerc á leið til sigurs í Spa-Francorchamps.
Char­les Leclerc á leið til sig­urs í Spa-Francorchamps. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert