Verstappen gagnrýnir Honda

Max Verstappen á öryggisveggnum rétt eftir ræsingu í belgíska kappakstrinum.
Max Verstappen á öryggisveggnum rétt eftir ræsingu í belgíska kappakstrinum. AFP

Max Verstapp­en hjá Red Bull seg­ir að mis­jöfn stört sín í mót­um vera eitt­hvað sem vél­ar­birg­ir liðsins, Honda, verði að leysa.

Verstapp­en tapaði nokkr­um sæt­um á fyrstu metr­um kapp­akst­urs­ins í Spa síðastliðinn sunnu­dag, áður en hann svo rakst á bíl Kimi Räikkön­en hjá Alfa-Romeo í fyrstu beygju og féll úr leik. 

Fjöðrun­in skemmd­ist og þótt hann reyndi að halda áfram þá flaug hann út úr Rauðavatns­beygj­unni og hafnaði á ör­ygg­is­vegg. Var það í fyrsta sinn frá í ung­verska kapp­akstr­in­um í fyrra að hann lýk­ur ekki keppni.

Verstapp­en hef­ur átt nokkr­ar mis­lukkaðar ræs­ing­ar á vertíðinni. Seg­ir hann rót vand­ans liggja hjá Honda og hvet­ur jap­anska vél­arsmiðinn til að finna lausn á þess­um vanda.

Verstapp­en seg­ir að und­an­far­in tvö ár hafi bíl­ar Red Bull verið þeir næst snörp­ustu í ræs­ingu móta. Oft­ar en ekki hefði hann spólað af stað og verið óstöðugur í upp­tak­inu. Seg­ir hann Honda vera að skoða málið en tíma geti tekið að finna lausn á vand­an­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka