Vettel vill keppa sjaldnar

Sebastian Vettel í Spa-Francorchamps.
Sebastian Vettel í Spa-Francorchamps. AFP

Mót­um í formúlu hef­ur fjölgað stór­um á nokkr­um árum og er það um­deild mál, ekki bara hjá unn­end­um íþrótt­ar­inn­ar held­ur einnig í bækistöðvum keppn­isliðanna og svo meðal öku­mann­anna sjálfra.

Aðspurður seg­ist Sebastian Vettel hjá Ferr­ari vera and­víg­ur fjölg­un­in. Kveðst hann vilja að horfið verði aft­ur til þeirra tíma er mót­in voru 16. Þau eru 21 í ár og í met­fjölda stefn­ir á næsta ári með 22 mót­um.

Á næsta ári bæt­ast við mót í Víet­nam og Hollandi en þýski kapp­akst­ur­inn dett­ur út. „Við öku­menn­irn­ir telj­umst kannski heppn­ir með fjölg­un móta en álagið er gríðarlegt á tækni­menn liðanna. Seg­ist hann mót­in hafa verið 16 er hann var að vaxa úr grasi og fylgd­ist með formúl­unni í sjón­varpi á ung­lings­gár­um. Það hefði verið ágæt­ur fjöldi móta.

„Þetta er stærðar sirk­us, mörgu þarf að koma fyr­ir og setj­ast upp á mótsstað áður en akst­ur­inn hefst. Því er fjölg­un­in bara aukið álag á liðsmenn. „En ég ræð engu og giska bara á að þeir hafi meiri pen­inga upp ú krafs­inu með fleiri mót­um, það er drif­kraft­ur­inn,“ seg­ir Vettel.

Draum­ar hans um 16 mót ræt­ast senni­lega seint eða aldrei því nýir eig­end­ur formúl­unn­ar, Li­berty Media, hef­ur ekki farið dult með þær fyr­ir­ætlan­ir sín­ar að fjölga enn frek­ar mót­um í framtíðinni.
Sebastian Vettel á ferð í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps sl. …
Sebastian Vettel á ferð í belg­íska kapp­akstr­in­um í Spa-Francorchamps sl. sunnu­dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert