Besti kappakstur ársins

Fána Ferrari var óspart veifað í Monza í dag.
Fána Ferrari var óspart veifað í Monza í dag. AFP

Óhætt er að segja að Ítal­íukapp­akst­ur­inn sé sá besti það sem af er ári þar sem spenn­an um sig­ur stóð yfir frá því skotið reið af og þar til Char­les Leclerc á Ferr­ari ók yfir marklín­una fyrst­ur.

Leclerc slóst alla hring­ina 53 við Lew­is Hamilt­on og Valtteri Bottas en þótt oft skylli hurð nærri hæl­um er Mercedes­menn­irn­ir sigldu inn í kjöl­sog Leclerc áttu þeir aldrei ráð sem dugðu til að smokra sér fram úr og steypa hon­um af palli sig­ur­veg­ara. Á sama tíma og þeir reyndu að hrella Leclerc sem mest og knýja til mistaka féllu þeir á eig­in bragði og gerðu ít­rekuð akst­ursmis­tök þegar síst skyldi.

Með ár­angr­in­um vann Leclerc sinn ann­an kapp­akst­ur á einni viku en þetta eru fyrstu móts­sigr­ar hans í formúlu-1. Hann var hyllt­ur vel á inn­hringn­um í Monza en ít­alsk­ir stuðnings­menn Ferr­ari lang­eyg­ir eft­ir sigri í Monza. Níu ár voru frá því ökumaður Ferr­ari stóð síðast á efsta þrepi verðlaunap­alls­ins í Monza; Fern­ando Alon­so árið 2010. Ljóst má vera að ít­alsk­ur al­menn­ing­ur og þó sér­stak­lega áhuga­menn um kapp­akst­ur og Ferr­ari hafa tekið gleði sína aft­ur og munu bera höfuð hátt af kæti næstu dag­ana, ef ekki leng­ur.

Jötnaglíma Leclerc, Bottas og Hamilt­ons varð til þess að allt annað féll í skugg­ann í kapp­akstr­in­um í Monza. Í fjórða og fimmta sæti í mark - með besta ár­ang­ur liðsins í móti í ár - urðu Daniel Ricciar­do og Nico Hül­ken­berg á Renault.

Á sama tíma og Leclerc vinn­ur sinn mik­il­feng­leg­asta sig­ur átti liðsfé­lagi hans Sebastian Vettel öm­ur­leg­an dag. Hafði hann eng­um um snar­snún­ing í Ascari­beygj­unni að kenna nema sjálf­um sér. Lá hon­um svo á að kom­ast aft­ur inn á braut­ina að hann ók á Lance Stroll á Rac­ing Po­int og setti fleiri bíla í stór­hættu. Fyr­ir eig­in ramm­leik aflaði þessi fjór­faldi fyrr­um heims­meist­ari sér þungr­ar refs­ing­ar; 10 sek­úndna akst­urs­stopp við bíl­skúr Ferr­ari. Er það næstþyngsta refs­ing sem dæmd er í kapp­akstri í formúlu-1, aðeins brottrekst­ur úr keppni er strang­ara víti.

Charles Leclerc ekur yfir marklínuna í Monza sem sigurvegari, hinn …
Char­les Leclerc ekur yfir marklín­una í Monza sem sig­ur­veg­ari, hinn fyrsti fyr­ir Ferr­ari í níu ár. AFP
Charles Leclerc hóf keppni af ráspól og ekur hér gegnum …
Char­les Leclerc hóf keppni af rá­spól og ekur hér gegn­um fyrstu beygju með Lew­is Hamilt­on og Valtteri Bottas rétt á eft­ir sér. AFP
Charles Leclerc veifar áhorfendum er hann gengur út á verðlaunapallinn …
Char­les Leclerc veif­ar áhorf­end­um er hann geng­ur út á verðlaunap­all­inn eft­ir sig­ur­inn í Momnza. AFP
Charles Leclerc felur sig fyrir sólinni rétt fyrir kappaksturinn í …
Char­les Leclerc fel­ur sig fyr­ir sól­inni rétt fyr­ir kapp­akst­ur­inn í Monza í dag. AFP
Frá vinstri: Valtteri Bottas, Charles Leclerc og Lewis Hamilton við …
Frá vinstri: Valtteri Bottas, Char­les Leclerc og Lew­is Hamilt­on við at­höfn rétt fyr­ir ræs­ing­una í Monza. AFP
Charles Leclerc skokkar út á verðlaunapalllinn í Monza í dag.
Char­les Leclerc skokk­ar út á verðlaunap­alll­inn í Monza í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert